Kona gekk berserks gang á flugvelli í Savannah í Georgíufylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan stóð bakvið innritunarborð Delta flugfélagsins og öskraði á mann og annan og náðist atvikið á upptöku. Konan náði í nokkurn tíma að komast undan lögreglumönnum og öryggisvörðum með glæstum hreyfingum og má sjá einn lögreglumann kasta sér á eftir konunni en tilraun hans mistók hrapalega. Konan endaði fljótt á sama stað bakvið innritunarborðið þegar öryggisverðir náðu í skottið á henni. Lögreglan í borginni hefur ekki gefið upp hvort konan var handtekin eða hvað nákvæmlega varð til þess að konan ákvað að láta á þennan máta. Þá liggur ekki fyrir hvað konan heitir.