Margt hefur verið skrifað og sagt um þá ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Framsóknarflokkinn og Vinstri græn. Fáir hafa þó bent á þá staðreynd að karlmenn virðast óhæfir til að halda í embætti forsætisráðherra á þessari öld.
Það er nefnilega þannig að aðeins þær Jóhanna Sigurðardóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa tekið við embætti forsætisráðherra á öldinni og klárað heilt kjörtímabil. Listi karlmanna sem ekki ræður við verkefnið lengist stöðugt og eru þeir nú sjö talsins.
Bjarna Benediktssyni hefur nú í tvígang tekist að sitja skemur en eitt ár í embætti forsætisráðherra. Slíkt þykir ekki til fyrirmyndar og fremur ólíklegt þykir að Bjarni fái annað tækifæri til að stýra landinu eftir að starfsstjórn hans skilar umboði sínu.
Velta má því fyrir sér hvort körlum sé hreinlega treystandi fyrir embættinu þar til þeir taka sig saman í andlitinu …