Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Boða til mótmæla gegn Einari borgarstjóra: „Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til mótmæla gegn Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kjölfar ummæla sem hann lét falla fyrir helgi.

„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði borgarstjórinn á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir helgi.

Þetta hefur vægast sagt fallið illa í kramið hjá kennurum á Íslandi og þá sérstaklega í Reykjavík og hefur Kennarafélag Reykjavíkur boðað til mótmæla í dag fyrir utan ráðhús Reykjavíkur klukkan 14:00.

Frekjur

Eftir að orð Einars voru gerð opinber hefur rignt inn pistlum og greinum á netið frá kennurum þar sem Einar hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessi orð og vakti pistill sem Þórunn Sif Böðvarsdóttir kennari birti sérstaklega mikla athygli.

„Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína,“ skrifar Þórunn til Einars í pistlinum sem birtist á Vísi.

„Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna fyrir því að 690 þúsund króna laun (fyrir skatt) eftir fimm ára háskólanám eru fullboðleg fyrir svona lúxusjobb. Ég er sannfærð um að þessi ræða þín verði til þess að við kennarar, ef kennara skyldi kalla, girði sig nú í brók og hætti þessari heimtufrekju. Að nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana.

Takk!“

Einar birti seint í gær bréf til kennara þar sem hann gerði tilraun til að biðjast afsökunar en mörgum kennurum þótti sú tilraun ekki góð og gild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -