Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Jón Gunnarsson alþingismaður víkur ekki fyrir Þórdísi: „Ég er ekkert á förum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er ekkert á förum,“ segir Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í suðvesturkjördæmi í samtali við Mannlíf. Jón er í öðru sæti listans á eftir Bjarna Benediktssyni formanni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur gefið út að hún hafi áhuga á að færa sig úr norðvesturkjördæmi og í kjördæmi formannsins og Jóns Gunnarssonar. Þar með sækir hún hugsanlega að Jóni.

Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra þingmenn í kjördæminu. Bryndís Haraldsdóttir er í þriðja sæti og Óli Björn Kárason í því fjórða. Talið er víst að þau gefi öll kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Það er því þröngt á þingi og innkoma Þórdísar Kolbrúnar getur kostað einhverja þingsætið.

Jón segist ekkert hafa heyrt um áform Þórdísar annað en það sem standi í Morgunblaðinu í dag. Það breyti í engu áformum hans um áframhaldandi þingsetu.

„Ég hef fengið mikla hvatningu frá mínu fólki um að halda áfram,“ segir Jón. Hann segir óljóst hvernig raðað verði á lista en tími til að halda prófkjör sé naumur. Hann treysti fólki í kjördæminu til að ákveða framhaldið.

„Trúnaðarmenn flokksins taka ákvörðun um það hvort það verður prófkjör eða uppstilling. Ég treysti þeim vel til þess að klára það,“ segir Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -