Miðvikudagur 16. október, 2024
4 C
Reykjavik

KSÍ með reykvandamál Laugardalsvallar til skoðunar: „Þetta er óheppilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það hefur ekki aðeins verið boðið upp á spennandi knattspyrnuleiki hjá íslensku knattspyrnulandsliðunum undanfarið á Laugardalsvelli heldur hefur leikmönnum og áhorfendum verið boðið upp á brælu og reyk í föt og lungu.

Ástæðan fyrir því er sú að matarvagnar vallarins sem staðsettir á óheppilegum stað að mati sumra en lyktin og reykurinn úr þeim hefur ítrekað borist yfir völlinn á meðan leikir eru í gangi. „Þetta er óheppilegt en við vitum ekki til þess að þetta sé að trufla leikmenn á nokkurn hátt,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Mannlíf um ástandið. „Það hefur verið þannig að það hreyfir varla vind og þá gerist þetta.“

Eysteinn segir að málið sé í skoðun hjá KSÍ. „Við erum alltaf að skoða hvað við getum gert betur og á það við um þetta líka.“

Blaðamaður Mannlífs náði mynd af reyknum við upphaf leiksins gegn Tyrklandi sem fór fram í gær og hægt er að sjá mynd af því hér fyrir neðan. Reykurinn var svífandi yfir grasinu og vellinum fyrstu 45 mínútur leiksins og lagðist neðar og neðar. Þá var sambærilegur reykur til staðar allan leikinn gegn Wales en sá leikur fór fram í síðustu viku.

Laugardalsvöllurinn var reykfylltur gegn Tyrklandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -