Þórgunnur Oddsdóttir skrifaði gríðarsterkan pistil á Facebook í gær sem vakið hefur geigvænleg viðbrögð lesenda. Umfangsefni pistilsins er það þjóðarmorð sem mannkynið verður vitni að á hverjum einasta degi, án þess að nokkuð sé gert í því að stöðva það.
„Hugsið ykkur ef Anna Frank hefði átt snjallsíma.
Í stað þess að skrifa um líf sitt í dagbók hefði hún deilt því með umheiminum jafnóðum. Og ekki bara hún – heldur þúsundir annarra gyðinga.“ Þannig hefst magnþrunginn pistill Þórgunnar Oddsdóttur, fyrrum þáttastjórnanda Landans á RÚV, sem hún birti á Facebook í gær en honum hefur verið deilt yfir 500 sinnum og yfir 500 manns hefur líkað við hana.
Þórgunnur heldur áfram:
Um tvítugt heimsótti ég drápsvelli Rauðu Kmeranna í Kambódíu og sannfærði sjálfa mig um að svona lagað gæti ekki gerst aftur. Ég fór líka í bíó og sá Hótel Rúanda og var enn nógu ung og vitlaus til þess að halda að svona lagað gæti ekki gerst aftur. Við værum komin lengra. Mannkynið hefði lært af reynslunni.“
Segir Þórgunnur ennfremur að söguskýringin á þessum hryllingsverkum fortíðar væri röng.
Ó hvað ég var vitlaus! Nú veit ég betur.“
ÞVí næst segir Þórgunnur frá því að hún hafi í heilt ár fylgst með þjóðarmorðinu á Gaza:
Og hér sat ég, uppi á litla Íslandi, með fullan munn af ristuðu brauði og horfi á þennan viðbjóð örfáum klukkustundum eftir að hann átti sér stað. Þetta poppaði bara upp inn á milli sætra barnamynda og kaupóðra áhrifavalda á instagram.“
Að lokum ímyndar hún sér Önnu Frank með farsímann á lofti: