Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Þórgunnur Oddsdóttir um þjóðarmorðið á Gaza: „Anna Frank er mætt í gasklefann með beina útsendingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórgunnur Oddsdóttir skrifaði gríðarsterkan pistil á Facebook í gær sem vakið hefur geigvænleg viðbrögð lesenda. Umfangsefni pistilsins er það þjóðarmorð sem mannkynið verður vitni að á hverjum einasta degi, án þess að nokkuð sé gert í því að stöðva það.

„Hugsið ykkur ef Anna Frank hefði átt snjallsíma.

Í stað þess að skrifa um líf sitt í dagbók hefði hún deilt því með umheiminum jafnóðum. Og ekki bara hún – heldur þúsundir annarra gyðinga.“ Þannig hefst magnþrunginn pistill Þórgunnar Oddsdóttur, fyrrum þáttastjórnanda Landans á RÚV, sem hún birti á Facebook í gær en honum hefur verið deilt yfir 500 sinnum og yfir 500 manns hefur líkað við hana.

Þórgunnur heldur áfram:

„Hugsið ykkur ef við hefðum fylgst með því á instagram þegar fólkið var rekið upp í lestirnar sem flutti það til Auschwitz.
Hefðum við ekki gert eitthvað?
Kannski ekki alveg strax. Það tekur jú tíma að melta svona og átta sig á því hvað er að gerast. En hefðum við ekki brugðist við þegar myndböndin úr gasklefunum fóru að birtast?
Ég lærði um helförina í grunnskóla og taldi mér trú um að svona lagað gæti ekki gerst aftur.

Um tvítugt heimsótti ég drápsvelli Rauðu Kmeranna í Kambódíu og sannfærði sjálfa mig um að svona lagað gæti ekki gerst aftur. Ég fór líka í bíó og sá Hótel Rúanda og var enn nógu ung og vitlaus til þess að halda að svona lagað gæti ekki gerst aftur. Við værum komin lengra. Mannkynið hefði lært af reynslunni.“

Segir Þórgunnur ennfremur að söguskýringin á þessum hryllingsverkum fortíðar væri röng.

- Auglýsing -
„Söguskýringin var líka einhvern veginn á þá leið að hryllingurinn í Auschwitz hefði ekki orðið fólki almennilega ljós fyrr en eftir að stríðinu lauk. Að litlar fréttir hefðu borist frá Kambódíu og þess vegna hefði þetta fengið að grassera svona lengi. Sama með Rúanda.
Þannig að í sakleysi mínu hélt ég að ef umheimurinn hefði bara gert sér almennilega grein fyrir því sem var að gerast, fengið fréttirnar fyrr þá hefði verið hægt að stöðva hryllinginn.

Ó hvað ég var vitlaus! Nú veit ég betur.“

ÞVí næst segir Þórgunnur frá því að hún hafi í heilt ár fylgst með þjóðarmorðinu á Gaza:

„Í heilt ár hef ég fylgst með hörmungunum á Gaza í símanum mínum. Ég þarf ekki einu sinni að kveikja á sjónvarpsfréttunum eða opna blöðin eins og í gamla daga. Ég kíki kannski bara á instagram í biðröðinni í Bónus og sé sundurtætt lík í húsarústum á Gaza. Ég opna facebook meðan ég sit á biðstofunni hjá tannlækninum og sé foreldra eins og mig hlaupa um í örvæntingu með lík barnanna sinna í fanginu. Ég skrolla aðeins áður en ég fer að sofa og sé fyrirbura sem eru skildir eftir á mannlausum spítala til að deyja.
Og í morgun þegar ég var búin að draga son minn brosandi á sleða í leikskólann í morgunkyrrðinni ristaði ég mér brauð og opnaði instagram. Það fyrsta sem ég sá var myndskeið frá Gaza, frá því í nótt, þar sem fólk í tjaldbúðum var brennt lifandi.
Já brennt lifandi!

Og hér sat ég, uppi á litla Íslandi, með fullan munn af ristuðu brauði og horfi á þennan viðbjóð örfáum klukkustundum eftir að hann átti sér stað. Þetta poppaði bara upp inn á milli sætra barnamynda og kaupóðra áhrifavalda á instagram.“

- Auglýsing -

Að lokum ímyndar hún sér Önnu Frank með farsímann á lofti:

„Anna Frank er mætt í gasklefann með beina útsendingu. Hún er búin að standa þar hrópandi með símann á lofti í heilt ár og sýna okkur allt! Allan hryllinginn. Í beinni! Við erum öll með þessa útsendingu í vasanum. Í lófanum, í andlitinu öllum stundum. En samt heldur viðbjóðurinn áfram.
Bara meira gas, meira gas!
Og einhvers staðar í bakgrunni heyrist ógreinilegur ómur af „Aldrei aftur, aldrei aftur”.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -