Rauðri málningu var slett á húsakyni utanríkisráðuneytisins í Reykjastræti í morgun. Þau sem slettu málningunni voru mótmælendur á vegum félagsins Ísland-Palestína en þau vildu með þessu hvetja stjórnvöld til aðgerða vegna þjóðarmorðsins á Gaza.
Eftirfarandi yfirlýsing birtist á samfélagsmiðlum félagsins Ísland-Palestína í gær eftir að fréttir bárust af hrottafenginni árás Ísraelshers á sjúkrahús á Gaza þar sem fólk var brennt lifandi en af því náðust fjölmörg myndskeið:
Skyndimótmæli á morgun þriðjudaginn 15. október klukkan 9 um morguninn við nýja Utanríkisráðuneytið Reykjastræti 6 (ATHUGIÐ EKKI GAMLA VIÐ RAUÐARÁRSTÍG). Í heilt ár hefur ríkistjórn Íslands ekki gert neitt til þess að stöðva þjóðarmorð Ísraels á Gaza. Nú er Ísrael að útrýma íbúum norður Gaza og í nótt sprengdi Ísraels her tjaldbúðir fyrir sjúklinga og flóttafólk á sjúkrahúsi á Gaza og brenndi þau lifandi. Alþjóðarsamfélagið verður að stöðva Ísrael. Fjölmennum og látum í okkur heyra! Lifi frjáls Palestína!
Við krefjumst þess eftirfarandi:
1. Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði.
2. Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael.
3. Að Íslandi setji viðskiptaþvinganir gegn Ísrael.“
Hér má sjá myndskeið sem birtist á Instagram-síðu eins mótmælendanna: