Össur Skarphéðinsson segir stjórnskipulega skyldu forseta Íslands að ræða við alla formenn flokka áður en hún tekur ákvörðun um framhaldið. Segir hann meirihluta á Alþingi ráða, ekki Bjarni Benediktsson.
Nú bíða Íslendingar með önduna í hálsinum eftir að fundi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Höllu Tómasdóttur forseta á Bessastöðum ljúki en hann hófst um klukkan 16:00 í dag. Össur Skarphéðinsson fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar skrifaði Facebook-færslu rétt fyrir fundinn þar sem hann reifar hugmyndir sínar að stjórnskipulegum skyldum forseta Íslands.
„Stjórnskipulegar skyldur forseta
Í ljósi orða Svandísar Svavarsdóttur í Silfri/Kastljósi í gær fer því fjarri að sjálfgefið sé að Halla forseti biðji hann umsvifalaust um að veita forystu starfsstjórn sem í sitji núv. stjórnarflokkar.“
Segir Össur að öllu máli skipti í þessu sambandi hvað Svandís Svavarsdóttir sagði í Silfrinu í gær.
Við þessar aðstæður er það stjórnskipuleg skylda forseta að ræða við alla formenn áður en hún tekur ákvörðun um framhaldið. Áður en þau samtöl hafa átt sér stað hefur forseti engar forsendur til að óska eftir því að við taki starfsstjórn undir forystu Bjarna. Ef meirihluti á þingi vill annað ræður hann.“
Að lokum segir Össur frá eina möguleikanum fyrir Höllu að tilkynna starfsstjórn Bjarna Ben: