Miðvikudagur 16. október, 2024
4 C
Reykjavik

Píratar skilja ekki ákvörðun Vinstri grænna: „Mikil taktísk mistök hjá VG“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Auðar Svansson segir það vera „mikil taktísk mistök“ hjá Vinstri grænum að neita þátttöku í starfsstjórn.

Píratinn Halldór Auðar Svansson skrifaði færslu í morgun þar sem hann segist ætla að stökkva á hneykslunarvagninn og gagnrýna ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að næstu kosningum, 30. nóvember. Segir hann flokkinn þannig koma út sem „óábyrgi aðilinn sem er að hlaupa frá borði“ en að fyrir það hafi Sjálfstæðismenn „setið uppi með þann Svarta-Pétur“.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Ég sé að það er vinsælt að hneykslast á eftirfarandi og ég ætla bara stökkva á þann vagn. Það eru mikil taktísk mistök hjá VG að neita að taka þátt í starfsstjórn. Með þessu þá eru það þau sem koma út sem óábyrgi aðilinn sem er að hlaupa frá borði, en rétt áður sátu Sjálfstæðismenn pínu uppi með þann Svarta-Pétur. Sennilega er meiningin með þessu að sýna fram á að flokkurinn sé kominn með alveg nóg af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að Bjarni hafi staðið illa að stjórnarslitunum en það eru bara of flókin skilaboð korteri eftir að áhersla var lögð á að reyna að halda stjórninni saman fram á vor.“

Undir þetta tekur Alexandra Briem, félagi Halldórs í flokknum, í athugasemd en þar segir þetta virka „afskaplega skrítið“ og segist ekki skilja hvernig það sé að mótmæla Sjálfstæðiflokknum að „færa honum fleiri ráðuneyti í 6 vikur“.

„Þetta virkar bara afskaplega skrítið, lítið samræmi í þessu við það að vera til í 7 ára ríkisstjórnarsamstarf en svo ekki í að klára fram að kosningum að beiðni forseta. Og það að mótmæla Sjálfstæðisflokknum með því að færa honum fleiri ráðuneyti í 6 vikur skil ég heldur ekki vel.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -