Fimmtudagur 17. október, 2024
4.8 C
Reykjavik

Stund milli stríða – Dagur í lífi úkraínskra hermanna í fremstu víglínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á hverjum degi berjast úkraínskir ​​hermenn til að halda aftur af rússneska hernum í Kharkiv-héraði. Hér má sjá hvernig lífið lítur út hjá þeim þegar stuttar pásur gefast í bardögum.

Rússneskir hermenn hafa reynt að sækja fram í Kharkiv-héraði í Úkraínu síðan í byrjun maí. Baráttan um Vovchansk geisar enn, en rússneska hernum hefur enn ekki tekist að ná borginni, sem er í rúst. Á sama tíma halda úkraínskar hersveitir línunni yfir aðra hluta Kharkiv-vígstöðvarinnar. Rússneski útlagafréttamiðillinn Meduza birti myndir sem teknar voru á svæðinu 2. október en þær gefa innsýn í lífið fyrir úkraínska hermenn í fremstu víglínu. Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir Meduza en þær eru allar teknar af Fermin Torrano fyrir Abacapress.

Úkraínskur hermaður útbýr mat í fremstu víglínu.
Úkraínskir ​​stórskotaliðsmenn hvíla sig í tímabundnu skjóli á meðan hlé er á milli bardaga.
Úkraínskir ​​hermenn safna skothylkjum úr 122 mm skotum.
Úkraínskur hermaður þvær sér um hendur eftir að hafa safnað skothylkjum.
Úkraínskur hermaður rakar sig á milli bardaga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -