Nú er ljóst að kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi og því var um að gera að kanna hug lesenda Mannlífs. Tíu flokkar hafa boðað framboð en þó á eftir að staðfesta það því framboð þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að geta boðið fram.
Sjaldan hefur verið jafn mikil óvissa með niðurstöðu Alþingiskosninga en ef marka má kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum vikum er ljóst að miklar breytingar verða á Alþingi.
Mannlíf spurði því: Hvaða flokk ætlar þú kjósa í næstu Alþingiskosningum?
Niðurstaðan er áhugaverð en þar ríkja Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ríkjum. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að nokkrir flokkar munu detta út af þingi.