Föstudagur 18. október, 2024
8.2 C
Reykjavik

Þorsteinn Már yfirheyrður af lögreglu – Fundu fjölda skilaboða milli forstjórans og uppljóstrarans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimildin afhjúpaði í morgun að héraðssaksóknara hafi tekist að endurheimta um 1.500 smáskilaboð á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja og uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar.

Í afhjúpun Heimildarinnar er vitnað í orð Þorsteins sem hann sagði í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. Hann sagði: „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn þá og sagði hafa haft takmörkuð samskipti við Jóhannes.

Jóhannes, sem starfaði fyrir Samherja í Namibíu ljóstraði því upp á sínum tíma að hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja og þá alltaf eftir að hafa fengið leyfi frá Þorsteini.

Heimildir Heimildarinnar herma að tölva Jóhannesar hafi tekið afrit af símanum hans um eða eftir að hann hætti störfum hjá Samherja. Sérfræðingum hefur nú tekist að endurheimta afrituðu gögnin en Heimildin segir þau gefa allt öðruvísi mynd af samskiptum mannanna en Þorsteinn Már hefur gefið.

Þorsteinn Már er sagður hafa sagt í yfirheyrslum hjá héraðssaksóknara að Jóhannes hafi verið haldinn þráhyggju: „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin.“

Aukreitis birti Samherji YouTube-myndskeið þar sem farið var yfir málið en þar sagði fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, Björgólfur Jóhannesson það innan yfirstjórnar Samherja hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það sem gekk á í Namibíu og að Jóhannes hafi einn séð um starfsemina þar í landi.

- Auglýsing -

Stór partur smáskilaboðanna ganga út á, samkvæmt Heimildinni, út á að skipuleggja myndbandsfundi en fram kemur í umfjöllun miðilsins að Þorsteinn Már hafi verið þegjandalegur á fundunum en kinkað kolli til samþykkis. Þá segir einnig í umfjölluninni að einnig hafi fundist ljósmyndir af Þorsteini og Jóhannesi saman. Samkvæmt Heimildinni var Þorsteinn nýlega yfirheyrður vegna smáskilaboðanna.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -