Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Manndrápstilraun á Vopnafirði – Sagður hafa reynt að stinga fyrrum sambýliskonu á hol með járnkarli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona liggur þungt haldin á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir alvarlega líkamsárás á heimili sínu snemma á miðvikudagskvöld. Fyrrum sambýlismaður konunnar er grunaður um að hafa ráðist á hana en þau búa hvort á sínum sveitabæ skammt frá Vopnafjarðarbæ.

DV segir frá líkamsárásinni sem gerð var á sveitabæ nærri þorpinu í Vopnafirði en vitni sem var í sambandi við þolandann eftir árásina, sagði fréttamiðlinum að maðurinn hafi gert tilraun til þess að reka fyrrverandi sambýliskonu sína á hol með járnkarli en þegar það hafi mistekist hafi hann tekið hana hálstaki. Er hún sögð mjög marin á hálsi og hnakka eftir líkamsárásina og með varnarsár á höndum. DV segir hana hafa legið meðvitundalítil á gólfi skemmunnar þegar hún fannst stuttu eftir árásina og tjáð viðstöddum að hennar fyrrverandi hafi reynt að drepa hana.

Eftir árásina var maðurinn handtekinn og yfirheyrður af lögreglunni á Egilsstöðum en látinn laus eftir yfirheyrsluna. Lögreglan telur að málið liggi ljóst fyrir og krefst ekki gæsluvarðhalds yfir manninum.

„Hann kom sér fyrir í 300 metra fjarlægð frá henni, þar sem hann getur fylgst með henni. Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar,“ hefur DV eftir aðila sem þekkir til málsins.

Fram kemur í frétt DV að árásin sé partur af langri sögu ofbeldis sem er sögð hafa eitrað líf tveggja barna parsins fyrrverandi og valdið þeim miklum skaða.

Maðurinn er sagður hafa reynt að nauðga konunni á heimili hennar síðasta sunnudagskvöld en að sýslumaðurinn á Egilsstöðum hafi neitað henni um nálgunnarbann, þar sem atvikið þótti ekki nógu alvarlegt. Daginn eftir ku maðurinn hafa reddað sér skotvopni en hann býr mjög nærri sveitabæ konunnar. „Hann kom sér fyrir í 300 metra fjarlægð frá henni og fylgist með henni þar. Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar,“ segir aðili sem þekkir til málsins í samtali við DV.

- Auglýsing -

Konan er sögð vera á fertugsaldri en maðurinn á sextugsaldri en fyrir 15 árum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum sem vistaðar voru á heimili þar sem maðurinn starfaði. Síðustu misserinn hefur hann verið kærður til lögreglu fyrir líkamsárásir á Vopnafirði samkvæmt DV.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -