Það stefnir í spennandi kosningar þann 30. nóvember næstkomandi ef marka má nýja könnun frá Maskínu en hún var gerð eftir að tilkynnt var ríkisstjórnarslitin. Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn á þing en samkvæmt þessari könnu fengi flokkurinn 5,2% og gildir það sama um Pírata. Þá rétt næðu Vinstri Græn en í samkvæmt Maskínu mælist flokkurinn með 5,1%. Sem fyrr er Samfylkingin í efsta sæti og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Samfylking – 21,9% – 14 þingmenn Miðflokkurinn – 17,7% – 12 þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn – 14,1% – 9 þingmenn Viðreisn – 13,4% – 8 þingmenn Framsóknarflokkurinn – 8,0% – 5 þingmenn Flokkur Fólksins – 7,3% – 5 þingmenn Sósíalistaflokkurinn – 5,2% – 3 þingmenn Píratar – 5,2% – 3 þingmenn Vinstri Græn – 5,1% – 3 þingmenn Lýðræðisflokkurinn – 2,1% – 0 þingmenn