Mánudagur 21. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Lögreglan hættir notkun gervigreindamynda: „Takk fyrir ábendinguna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að hætta að nota gervigreindarmyndir af lögregluþjónum á Facebook-síðu sinni. Um yfirsjón hjá starfsmanni embættisins var um að ræða að sögn lögreglustjórans.

Mannlíf fjallaði um gervigreindarmynd sem lögreglan á Suðurnesjum birti á Facebook á dögunum í færslu þar sem minnt var á endurskinsmerki og notkun hjálma. Þar sást vopnaður lögreglumaður í því sem virtist vera stunguvesti, umkringdur börnum sem öll voru með sama andlitið að því er virtist. Þá sást í skólarútu sem virtist svífa í loftinu. Hlaut lögreglan harða gagnrýni sumra í athugasemdakerfinu við færsluna.

Sjá einnig: Lögreglan gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd: „Mjög lýsandi fyrir skilning ykkar á eigin starfssviði“

Mannlíf sendi fyrirspurn á lögregluna á Suðurnesjum fyrir helgi um notkun myndarinnar og gagnrýninni vegna hennar en svarið sem barst var stutt og laggott: „Takk fyrir ábendinguna. Ég kem þessu áleiðis til þeirra sem þetta varðar.“

RÚV ræddi við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra á Suðurnesjum um málið en hann sagði að um yfirsjón starfsmann embættisins væri að ræða.

„Héðan í frá verða notaðar myndir af íslenskum lögreglumönnum, við munum ekki styðjast við gervigreind hvað þetta varðar,“ sagði Úlfar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -