Mánudagur 21. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

FIFA dæmir Viðar Örn í sex mánaða keppnisbann – Var ekki í leikmannahópi í sigri KA á Vestra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Viðar Örn Kjartansson hefur verið dæmdur í sex mánaða keppnisband af FIFA en hann leikur nú sem framherji hjá KA. Ástæða bannsins er sú að Viðar hefur ekki staðið við umsamdar skyldur sínar gagnvart búlgarska liðinu CSKA 1948 Sofia. Hann var ekki í leikmannahópi KA þegar liðið sigraði Vestra í gær.

Lögfræðingur KSÍ, Haukur Hinriksson staðfestir þetta við 433.is. Segir hann að við starfslok Viðars hjá CSKA 1948 Sofia hafi verið samið um ákveðnar skyldur hans gagnvart búlgarska liðinu. Þegar Viðar ekki staðið við þær skyldur, fór liðið með málið til FIFA. Nú hefur FIFA sem sagt dæmt í málinu og er tímabundið keppnisbann í öllum opinberum leikjum niðurstaðan, þar til hann hefur gert upp sínar skuldbindingar gagnvart búlgarska liðinu en bannið getur að hámarki staðið í sex mánuði.

Í samtali við 433.is segist Viðar hafa borgað hluta af þeirri fjárhæð sem hann skuldi vegna samningsbrotsins og að máli hafi komið honum á óvart því hann hafi haldið að ekki ætti að klára að gera það upp á þessu ári. Viðar hefur þó möguleika á að aflétta banninum undir eins með því að greiða restina af upphæðinni sem FIFA hefur úrskurðað að CSKA 1948 Sofia eigi rétt á frá honum. Tekið er fram hjá í frétt 433.is að málið tengist KA ekki á neinn hátt.

Ef Viðar borgar hins vegar ekki upphæðina á næstu sex mánuðum getur FIFA dæmt hann aftur í bann en ekki er víst að það verði gert.

Viðar Örn (34) hefur átt afar farsælan feril sem knattspyrnumaður en hann hefur leikið 34 A-landsleiki fyrir Ísland og leikið erlendis við góðan orðstír. Samningur Viðars við KA rennur út eftir tímabilið.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -