Furðuleg staða kom upp eftir að ró komst yfir næturlífið í Reykjavík. Veitingastaður stóð gestum og gangandi opinn en engin starfsmaður sjáanlegur. Lögregla mætti á staðinn og tryggði að enginn gestur væri þar. Veitingastaðnum var læst.
Grunsamlegar mannaferðir voru í Hafnarfirði. Óljóst með málalok.
Ökumaður var stöðvaður í Kópavogi. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum. Hann hefur ítrekað verið staðinn að slíkum brotum.
Maður var með dólgshátt í Kópavogi. Hann hótaði lögreglumönnum og var handtekinn og vistaður í fangaklefa
Tveir voru handteknir í Árbæjarhverfi vegna sölu og dreifingu fíkniefna Ökumaður undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda stöðvaður á sömu slóðum.