Sú kúvending Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, að ganga til liðs við Miðflokkinn er áfall fyrir Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Sigríður hefur verið lengst til hægri í flokknum og talað fyrir frjálshyggju og ýmsum jaðarmálum. Víst er að henni mun fylgja ákveðinn hópur fólks sem skilur eftir sig tómarúm í flokknum.
Sigríður gengur undir gælunafninu „Stálmúsin“. Það er tilkomið vegna þess að hún er einstaklega snögg í fjallgöngum. Það snýst einnig um að hún er fljót að taka pólitískar ákvarðanir og fer sínar eigin leiðir eins og sést af því að hún stökk, flestum að óvörum, í fang Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins.
Bjarni formaður viðurkenndi að honum er brugðið vegna þessa. Ekki er ólíklegt að Jón Gunnarsson, fráfarandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, fari sömu leið og styrki enn frekar undirstöður Miðflokksins …