Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Magnús Þór um úttekt Viðskiptaráðs: „Við munum þá sjá hvaða sjónarhorn þau hafa valið sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands ætlar að fara yfir úttekt Viðskiptaráðs, í rólegheitunum og „sjá hvaða sjónarhorn þau hafa valið sér“.

Viðskiptaráð segir meðal annars í úttekt sinni að íslenska grunn­skóla­kerfið sé dýrt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, kennslu­skylda lít­il og fjöldi nem­enda á hvern kenn­ara er einn sá lægsti þekk­ist. Þá er veik­indahlut­fall kenn­ara sagt vera almennt mun hærra en hjá einka­geir­an­um og hinu op­in­bera.

Mannlíf spurði Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands fyrirspurnir varðandi úttekt Viðskiptaráðs en í skriflegu svari sagði Magnús Þór að stjórnin væri upptekin við annað í augnablikinu en myndi fara yfir þetta í rólegheitunum.

„Dagurinn í dag og á morgun er alfarið helgaður því að reyna að fá það upp á borð að fjárfestingar sé þörf í ljósi stöðunnar um stöðuga fjölgun ófaglærðra einstaklinga við kennslu. Við munum fara yfir þessar tölur í rólegheitunum og þá sjá hvaða sjónarhorn þau hafa valið sér.“

Magnús Þór bætti við að til þess að betri árangur náist þurfi að efla skólagerðirnar okkar allra og „koma til móts við þá stöðu“ sem kennarar eru að benda á.

„En almennt er það nú bara þannig að ef við ætlum að ná betri árangri þá þarf að efla skólagerðirnar okkar allar og koma til móts við þá stöðu sem við erum að benda á. Kennarasambandið hélt ráðstefnu í vor um þá hluti sem við viljum sjá og þar erum við einmitt að ræða um hvaða þættir það eru sem vekja mesta álagið. Út frá því vorum við enn sannfærðari um mikilvægi þess fyrir íslensk börn að fjárfesting í kennurum skilar mestu ef við viljum auka fagmennsku og stöðugleika í kerfi sem vissulega stendur frammi fyrir áskorunum.

- Auglýsing -

Svo að þetta helst ágætlega í hendur við þær hugmyndir okkar, þó hugmyndafræðin sé önnur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -