Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Baby Shark rapparinn Ralan Styles skotinn til bana: „Hjarta mitt er gjörsamlega brostið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda rapparans Michael Robinson, hefur staðfest að hann hafi verið skotinn til bana í Columbus í Ohio í gærkvöldi. Hann var 22 ára gamall.

Rapparinn sem sló í gegn með endurhljóðblöndun (e. remix) af hinu grípandi barnalagið Baby Shark, var skotinn til bana í gær, að sögn í kjölfar göturáns.

Hinn 22 ára gamli Michael Robinson var skotinn til bana í Columbus í Ohio-ríki eftir að ræningi reyndi að stela af honum hálsmeni. Vitni segja manninn hafa skotið rapparann eftir að hann neitaði að afhenda hálsmenið. Rappstjörnunni, sem var þekkt undir nafninu Ralan Styles, blæddi út á meðan sjúkraliðar gerðu sitt besta við að bjarga lífi hans.

Samkvæmd The Columbus Dispatch var Mahamood Hassan handtekinn nokkru síðar og kærður fyrir morðið á rapparanum. Hinn 24 ára Hassan, sem hafði áður verið handtekinn fyrir innbrot og þjófnað samkvæmt lögregluskýrslum, var færður í fangelsi Franklin-sýslu en mun mæta fyrir dóm á mánudag.

Rapparinn sló í gegn fyrir tveimur árum með endurhljóðblöndun sína á kóreska barnalagiðnu Baby Shark sem kom út 2019. Horft var á útgáfu hans meira en fjórum milljón sinnum og skilaði honum plötusamningi við Republic Records.

Bróðir tónlistarmannsins, sem einnig er rappari, þekktur sem „Lil Goat“, birti tilfinningaþrungna færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann heiðraði bróður sinni. Birti hann myndbönd og myndir af þeim saman og skrifaði. „Ekki litli bróðir minn maður. Ég er enn að bíða eftir að þú hringir í mig og segir mér að þetta sé grín. Hjarta mitt er gjörsamlega brostið. Ég verð aldrei samur. Við fórum frá því að rappa saman við hádegisverðaborðið í gaggó, yfir í að verða heimsfrægir. Við sváfum saman á gólfinu, við borðuðum saman, við börðumst saman, skrifuðum undir okkar fyrsta samning saman. Ég elska þig bróðir og á meðan ég er á lífi, munt þú aldrei deyja. Vaktu yfir mér. Hvíldu í friði litli bróðir. Taktu frá pláss fyrir mig þarna uppi, hjarta mitt.“

- Auglýsing -

Vinur rapparans, Jared Krumm birti einnig færslu á Instagram nokkrum klukkustundum eftir morðið. Hann skrifaði: „Missti þig allt of ungan. Undanfarin tvö ár fengum við [bróðir minn] Jake að upplifa þá fyndnu, kraftmiklu og hæfileikaríku manneskju sem þú varst.“ Bætti hann við: „Það var aldrei dauf stund með þér þegar við vorum í stúdíónu, slakandi á í kjallaranum hans Jake eða jafn vel bara að rúnta á McDonald´s. Þú hafði orku sem mun ALDREI gleymast.“

Hér má sjá Baby Shark með hinum fallna rappara:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -