Össur Skarphéðinsson lætur Ingu Sæland fá það óþvegið í nýrri Facebook-færslu þar sem hann talar um brottrekstur Jakobs Frímanns Magnússonar og Tómasar A. Tómassonar úr Flokki fólksins.
Færsla hins fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar byrjar á eftirtöldum orðum:
„Valdspilltur leiðtogi
Í þeim er sagt svart á hvítu að það sé uppstillingarnefnd, skipuð af kjördæmaráði, sem gerir tillögu að framboðslista. Í kjölfarið fjalla kjördæmisráð og stjórn um tillöguna á formlegum fundum. Formaðurinn hefur ekki einu sinni frumkvæðisrétt að tilnefningum – hvað þá til að gefa út tilskipanir um að tilteknir flokksmenn megi ekki vera í efstu sætum listanna.“
Segir Össur að brottreksturinn súni „fyrirlitningu á lýðræðislegum vinnubrögðum“:
„Gjörningurinn felur því ekki aðeins í sér fyrirlitningu á þeim lýðræðislegu vinnubrögðum sem hún krefst dag hvern úr ræðustól Alþingis, heldur líka óvanalega gróft brot á lögum flokksins.“
Össur segir ótrúlegt að þetta sé að gerast á Íslandi 2024:
„Að svona gerist á Íslandi á þriðja áratug 21. aldarinnar er með ólíkindum. Kanski á Ítalíu fyrir hundrað árum – en ekki hér og nú. Fjölmiðlar, sem eru helsta aðhaldstæki gegn valdspilltum leiðtogum, hljóta að skýra hvernig þetta samræmist lögum flokksins og hvort verjanlegt sé að flokkur undir slíkri stjórn fái tugmilljónir frá skattborgurum ár hvert í rekstrarstyrki.“
Í lokaorðum sínum dásamar Össur Jakob Frímann og spyr hvort Inga hafi ekki verið ánægð með vinsældir hans.