Nú er ljóst að þeir Tómas A. Tómasson og Jakob Frímann Magnússon verða ekki oddvitar áfram í komandi þingkosningum fyrir hönd Flokks fólksins en flokkurinn kynnti í dag nýja oddvita en Tómas og Jakob eru báðir þingmenn.
Í yfirlýsingu frá Tómasi sagði hann frá því að honum hafi borist símtal í vikunni þar sem honum var greint frá því að hann fengi ekki sæti á lista flokksins aftur.
Í stað þeirra kom þeir Ragnar Þór Ingólfsson og Sigurður Þórðarson.
Oddvitar flokksins verða því eftirfarandi:
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, er oddviti í Suðvesturkjördæmi
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður er oddviti í Suðurkjördæmi
Eyjólfur Ármannsson þingmaður er oddviti í Norðvesturkjördæmi
Sigurjón Þórðarson varaþingmaður er oddviti í Norðausturkjördæmi