Bjarni Benediktsson átti trúnaðarfund með Snorri Mássyni í stjórnarráðinu í síðustu viku.
Fram kemur í viðtali Stefáns E. Stefánssonar siðfræðings í Spursmálum í dag, að Snorri Másson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Miðflokksins í komandi kosningum, hafi átt trúnaðarfund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í stjórnarráðinu í síðustu viku. Snorri var sýnilega vandræðalegur þegar Stefán bar upp spurninguna „hvenær hittirðu Bjarna Benediktsson síðast?“ en það var greinilegt að Stefán vissi svarið upp á hár, enda sagði hann það sjálfur. „Fyrir hversu löngu, ég get svarað því ef þú vilt ekki gera það sjálfur“?
Snorri sækist eftir leiðtogasæti Miðflokksins í Reykjavík en þegar Stefán spurði hann hvort Bjarni hafi boðið honum sæti á lista Sjálfstæðisflokksins vék hann sér fimlega undan því að svara beint en sagði að hægt sé að hvetja fólk til að bjóða sig fram, þó því sé beint boðið sæti á lista.
Hér má lesa úrdrátt úr viðtalinu:
Snorri, hvenær hittir þú Bjarna Benediktsson síðast?
„Ég hitti Bjarna Benediktsson. Hvenær hitti ég hann síðast? Ég hitti hann ekki fyrir svo löngu.“
Fyrir hversu löngu, ég get svarað því ef þú vilt ekki gera það sjálfur?
„Ég myndi segja að ég hafi hitt hann, svo ég svari því bara alveg hreinskilnislega í, ekki í þessari viku heldur síðustu viku.“
Hvar?
„Stjórnarráði Íslands.“
Hvað fór ykkur í milli?
„Okkur á milli? Mín og Bjarna? Bara samtal.“
Um hvað?
„Það er bara trúnaðarsamtal okkar á milli.“
Var þér boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík?
„Ég held að menn séu ekki að bjóða fólki sæti með þeim hætti. Það er hægt að hvetja fólk til þess að bjóða sig fram og annað eins. Það er ekkert verið að gera tilboð, svona pakkadíla.“