Verkfallsboðun kennara er lögleg, samkvæmt niðurstöðu Félagsdóms.
Kennarasamband Íslands var sýknað í morgun í Félagsdómi af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga er taldi verkfallsboðun kennara ólöglega. Vísir segir frá málinu.
SÍS stefndi boðun verkfalls í fjöldi skóla vegna þess að engin kröfugerð lág fyrir í kjaradeilunni en formaður Kennarasambands Íslands, Magnús Þór Jónsson, segir stefnuna ekki hafa áhrif á boðuð verkföll sem hefjast eiga í næstu viku, ef ekki næst að semja fyrir þann tíma.
Verkföll verða í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Leikskólaverkföllin verða ótímabundin en önnur tímabundin.