- Auglýsing -
Lýðræðisflokkurinn hefur birt nöfn þeirra sem verða efstir á lista flokksins í komandi Alþingiskosningum en flokkurinn stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum. Formaður flokksins er Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og lögmaður, en Arnar fékk rúm 5% atkvæða í forsetakosningum sem fóru fram í sumar.
Suðvesturkjördæmi:
- 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður
- 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari
- 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri
Reykjavíkurkjördæmi norður:
- 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi
- 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur
- 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri
Reykjavíkurkjördæmi suður:
- 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður
- 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi
- 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur
Suðurkjördæmi:
- 1. Elvar Eyvindsson, bóndi
- 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri
- 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona
Norðausturkjördæmi:
- Auglýsing -
- 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri
- 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði
- 3. Bergvin Bessason, blikksmiður
Norðvesturkjördæmi:
- 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22
- 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur
- 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur