Fimmtudagur 24. október, 2024
4.3 C
Reykjavik

Nautahakk mögulegur sökudólgur í Mánagarði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mögulegt er að E.coli sýkingin sem smitaði börn á leikskólanum Mánagarði hafi borist með nautahakki en málið er til skoðunar samkvæmt Guðrúnu Aspelund sóttvarnalæknir.

Í samtali við mbl.is segir Guðrún að algengt sé að þegar slík sýking kemur upp sé nautahakk sökudólgurinn en hakk var í boði á leikskólanum í seinustu viku. 18 börn eru þessa stundina undir eftirliti Landspítalans og liggja sjö börn inn á spítala og eru tvö alvarlega veik.

Líta málið alvarlegum augum

Samkvæmt sóttvarnalækni er sérstakt sóttvarnateymi að rannsaka smitin og hvernig þau bárust í börnin og fleiri sýni hafi verið tekin í gær og í dag. Viðtöl verða tekin við fjölskyldur barnanna til að fá betri mynd af matarsögu þeirra.

„Málið er litið mjög al­var­leg­um aug­um. Hug­ur okk­ar er fyrst og fremst hjá börn­um Mánag­arðs og for­eldr­um þeirra,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem Soffía Emel­ía Braga­dótt­ir, leik­skóla­stjóri Mánag­arðs, sendi frá sér.

Skólinn muni gera sitt allra besta til að veita foreldrum upplýsingar um málið og vinna með rannsakendum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -