Föstudagur 25. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Smituð Mánagarðsbörn hugsanlega á fjórða tug: „Maður er í losti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellefu börn til viðbótar hafa sýnt einkenni þess að hafa sýkst af E.coli á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku en blóðprufur úr þeim verða greindar í dag. Fram að því höfðu alls 27 börn verið greind með sýkingu. Í heildina hafa þá 38 börn sýnt einkenni en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Tvö börn eru ennþá á gjörgæslu og alvarlega veik. Börnin urðu veik eftir að hafa borðað sýktan mat á leikskólanum í síðustu viku og er verið að rannsaka öll matvæli á staðnum en talið er nautahakk gæti verið sökudólgurinn. Nautahakkið var í mat sem boðið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku. Búist er við að lokið verði að rannsaka matvælin um helgina.

Hugur allra hjá börnunum

„Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ sagði Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, í viðtali við Vísi um ástandið.

„Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -