Samfylkingin er langstærsti flokkurinn, samkvæmt nýrri könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið, með ríflega 24 prósent fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn lækkar frá síðustu könnun Prósents og mælist nú með aðeins 13.3 prósent en í síðustu viku mældist hann með 15,6 prósent fylgi.. Vinstri grænir eiga í erfiðleikum með að koma sér upp úr hjólförunum og mælast ekki með nema 2,4 prósent fylgi.
Næstur á eftir Samfylkingunni kemur Miðflokkurinn með 16,1 prósent fylgi og er því næst stærsti flokkur landsins, samkvæmt skoðanakönnuninni en Viðreisn sækir fast á hæla þeirra með 15 prósent fylgi.
Þá mælist Flokkur fólksins með 11, 4 prósent fylgi en Framsóknarflokkurinn og Píratar eru með 5,8 prósent hvor
Enn mælast síðan Sósíalistar undir fimm próstendunum en þau ná 4,3 prósentu fylgi. Vinstri grænir eru þriðji minnsti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnuninni eða með aðeins 2,4 prósent fylgi.
Lýðræðisflokkurinn mæli með einungis 1,1 prósent fylgi og Ábyrgð framtíð fengi 0,4 prósent.
Könnunin var gerð dagana 18.-24. október. Úrtakið var 2500 manns og reyndist svarhlutfallið 50%.