Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er allt annað en sáttur með sína gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum en flokkurinn ákvað fyrir stuttu að Jón Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og lögmann, tæki 6. Sæti á lista flokksins í Reykjavík norður.
Sveinn segir að það sé verið að höfða til lægsta samnefnarans því að Jón sé rasisti.
„Í 6. sæti er frambjóðandi sem er stútfullur af rasisma og óvildar í garð transfólks. Þannig hefur hann tekið undir hugmyndir þess efnis að hælisleitendur yrðu geymdir í Grænlandi, auk þess sem hann hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna fyrir að taka upp hanskann fyrir transfólk. Vel gert Valhöll!“ skrifar Sveinn á Facebook-síðu sína.
Jón hefur sjálfur verið nokkuð skýr í sinni afstöðu til innflytjenda og hælisleitanda á bloggi sínu í gegnum árin og hefur meðal annars talað um að „hælisleitendaiðnaður“ sé starfræktur á landinu. Jón var þingmaður árin 2007 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Frjálslynda flokkinn og var utan flokka.