Þriðjudagur 29. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Farþegi lést er risaalda skall á skemmtiferðaskipi – MYNDBÖND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Farþegi um borð í skemmtiferðaskipi lést og meira en 100 aðrir slösuðust eftir að níu metra há alda skall á skipinu, samkvæmt skýrslu sem var að koma út.

Spirit of Discovery-skipið var á ferð aftur til Bretlands meðfram Biskajaflóa (eða Fetlafirði) þann 4. nóvember 2023 þegar skipið varð fyrir óveðursvindum. Átta manns voru upphaflega fluttir á sjúkrahús þegar skipið kom til Portsmouth, Hampshire.

Farþegar sögðu á þeim tíma frá því hvernig þeir þurftu að „halda dauðahaldi“ í það sem var næst þeim þegar veðurhamurinn skall á lúxusbátnum. Nú hefur bráðabirgðaskýrsla sjóslysarannsóknardeildar (MAIB) nú leitt í ljós að einn farþeganna sem voru meðhöndlaðir á sjúkrahúsi hafi látist síðar af sárum sínum.

Rúður brotnuðu og hlutir flugu á gólfið.

Áður en vindurinn barði á skipinu þurfti Spirit of Discovery, rekið af Saga Cruises, að hætta við heimsókn til Las Palmas de Gran Canaria á Gran Canaria-eyju þar sem veðrið versnaði og var þess í stað beint í átt að La Corona á Spáni, þegar höfninni var lokað vegna aðstæðna.

Í nýju skýrslunni kemur fram að 943 farþegar og 503 áhafnarmeðlimir hafi verið um borð þegar skipið, sem hafði siglt frá Puerto del Rosario á Fuerteventura á Kanaríeyjum, stóð frammi fyrir stormi upp á 64-72 metra á sekúndu og ölduhæð upp á níu metra.

- Auglýsing -

Í skýrslu MAIB segir: „Um kl. 12:30 þann 4. nóvember 2023 missti farþegaskipið Spirit of Discovery vélarafl í miklu óveðri þegar það fór yfir Biskajaflóa. Þetta leiddi til þess að skipið hreyfðist kröftuglega á meðan áhöfnin endurræsti skipið. Vélaraflsvandinn, stormurinn og miklar hreyfingar skipsins héldu áfram þar til morguninn eftir þegar Spirit of Discovery gat haldið áfram ferð sinni. Á þessu tímabili slösuðust yfir 100 farþegar. Átta voru fluttir alvarlega slasaðir beint á sjúkrahús við komuna til Portsmouth á Englandi, einn þeirra lést síðar af sárum sínum.“

Skýrslan heldur áfram: „Í rannsókn MAIB voru allir þættir slyssins skoðaðir til að ákvarða orsakir og aðstæður þess að Spirit of Discovery tapaði vélarafli í óveðrinu, viðbragða um borð, þar á meðal greiningu á fyrirhugaðri ferð skipsins, undirbúnings fyrir siglingu skipsins í óveðri, viðbragða um borð við meiðslum farþega og skemmdum og læknismeðferða slasaðra farþega.“

Hér fyrir neðan má sjá aðeins örlítið brot af storminum sem skall á skipinu.

- Auglýsing -

Hér má svo sjá lengri myndskeið um storminn:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -