„Skemmtun er hugtak sem getur vafist fyrir okkur öllum. Í sólarlandaferðum í gamla daga var oft boðið um á dagsferðir um nágrennið sem menn greiddu fyrir eftirá. Virðuleg miðaldra kona harðneitaði að greiða fyrir eina slíka ferð á þeim grundvelli að þarna hefði verið auglýst skemmtiferð sem reyndist síðan ekkert skemmtileg. Þessi saga kom upp í hugann þegar ég horfði á Vikuna með einhverjum Gísla á RÚV síðasta föstudag.“ Þannig hefst færsla Brynjars Níelssonar, spéfugli og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, sem hann birti á Facebook í hádeginu en þar lét Hallgrímur Helgason gamminn geysa og þóttu margir hann gefa Bjarna Benediktssyni og öðrum hægrimönnum kjaftshögg. Vinstri menn hafa fagnað Hallgrími í hástert eftir þáttinn en hægrimenn eins og Brynjar hafa verið minna hrifnir. Eins og sést í færslunni. Hún heldur áfram:
Í þessum þætti birtist gamall skólafélagi úr MH, sem síðar varð þekktur skattakóngur árum saman, stífbónaður í flottum fötum með rándýr gleraugu. Hann hefur greinilega ekki áttað sig á því að reiðir menn, sem hlægja mest sjálfir að eigin fyndni, eiga ekkert erindi í skemmtiþátt. Þeir eiga meira erindi í umræðuþátt á Samstöðunni um óréttlæti heimsins og mannvonsku annarra.“
Að lokum segir Brynjar að honum þyki Silfrið á RÚV mun betri skemmtiþáttur.