Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Jakob Frímann í Miðflokkinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jakob Frímann Magnússon alþingismaður er genginn í Miðflokkinn. Jakob Frímann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum. Undir hans forystu vann flokkurinn stórsigur í kjördæminu. Jakob er einn ástælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og hefur markað djúp spor í íslenskri tónlistarsögu undanfarin 50 ár.

Hann situr í Utanríkismálanefnd, Framtíðarnefnd, Þróunarsamvinnunefnd og Umhverfis- og samgöngunefnd. Jakob Frímann var miðborgarstjóri í Reykjavík um árabil, sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni, stofnandi Græna hersins, Stúdíó Sýrlands og fleiri fyrirtækja auk þess að verar, stofnandi og leiðtogi Stuðmanna. Hann hefur auk þess framleitt kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsefni auk þess að gegna um árabil forystuhlutverki í fjölda félaga og samtaka á borð við STEF, FTT og ÚTÓNi auk þess að vera nýkjörinn formaður Tónlistarráðs.
Jakob Frímann er fjögurra barna faðir, kvæntur Birnu Rún Gísladóttur viðskiptafræðingi.

 

Það kom mörgum á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti að Jakob Frímann yrði ekki í framboði fyrir flokkinn. Tilkynnt var að Sigurjón Þórðarson yrði leiðtogi í  kjördæmi Jakobs. Nokkrum dögum síðar sagði Jakob Frímann sig úr Flokki fólksins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -