Miðvikudagur 30. október, 2024
2.1 C
Reykjavik

Drukkinn ökumaður í Mosfellsbæ ók á skilti og hafnaði utan vegar – Búðarþjófur gripinn í Kópavogi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðalag drukkins  ökumanns  í Mosfellsbæ endaði með ósköpumm.  Hann missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann skall  á skilti og hafnaði utan vegar. Bifreiðin var óökuhæf eftir útafkeyrsluna. Vaknaði grunur lögreglu á vettvangi um að ökumaður væri undir áhrifum áfengis og þammig ekki með sjálfum sér. Þá er hann án ökuréttinda. Ökumaðurinn var handtekinn og læstur inni  í klefa í þágu rannsóknar málsins. Engin slys urðu á fólki.

Brotist var inn í geymslur í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Við almennt eftirlit í miðborginni stöðvaði lögregla ökumann. Hann reyndist vera án ökuréttinda. Ökumaðurinn á yfir höfði sér sekt sem nemur að lágmarki 120 þúsund krónum.

Þriðji ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í austurborginni. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í Kópavogi. Mál búðarþjófsins var  afgreitt með vettvangsskýrslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -