Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Reynir og Víðir sameinast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viljayfirlýsing um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjum var samþykkt af bæjarráði Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélaginu Reyni í Sandgerði og Knattspyrnufélaginu Víði í Garði. Til stendur að hið nýja félag verði stofnað haustið 2026.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Suðurnesjabæjar sem fundaði í gær. Í fundagerðinni er bæjarstjóranum Magnúsi Stefánssyni veitt umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna.

„Bæjarráð lýsir ánægju með frumkvæði og framgöngu íþróttafélaganna með viljayfirlýsingunni. Stofnun og starfsemi eins íþróttafélags í Suðurnesjabæ er mikilvægt framlag við að sameina íbúa sveitarfélagsins í einu samfélagi og til að efla íþróttastarf til framtíðar,“ segir í fundargerðinni.

Samkvæmt Víkurfréttum verður Bronsvöllur, knattspyrnuvöllurinn í Sandgerði, skilgreindur sem aðalvöllur hjá nýja félaginu, þannig að hann standist kröfum sem keppnisvöllur í efstu stigum íslenskrar knattspyrnu. Tímasett áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir vegna þess verður gerð, svo að völlurinn geti þjónað hlutverki sínu sem heimavöllur hins nýja íþróttafélags keppnistimabilið 2026.

Þá verði nýr upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu staðsettur á gamla malarvellinum í Garði og verði notaður sem vetraraðstaða til æfinga og keppni í knattspyrnu. Í fundagerðinni er lög áhersla á að framkvæmdir við gervigrasvöll verði unnar einst hratt og auðið er, þannig að hann nýtist veturinn 2025-2026.

Nesfiskvöllur, knattspyrnuvöllurinn í Garði verður áfram notaður til æfinga og keppni þegar þess þarf en ekki er stefnt að því að farið verði í framkvæmdir til að viðhalda eða byggja upp áhorfendamannvirki. Æfingasvæði á túni norðvestan við völlin verður ekki notað áfram.

- Auglýsing -

Þá kemur fram einnig fram í frétt Víkurfrétta að klefar og aðstaða í húsum félaganna, Reynisheimilinug og Víðisheimilinu, verði notaðar fyrir knattspyrnuvellina.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -