Miðvikudagur 30. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Teiknimyndastjarna dæmd í fangelsi vegna óeirðanna 6. janúar í Bandaríkjunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Jay Johnson hefur verið dæmdur í fangelsi í eitt ár og einn dag fyrir sinn þátt í óeirðunum í Washington D.C. þann 6. janúar 2021. Leikarinn var upphaflega ákærður fyrir fjögur brot en þrjú af þeim brotum voru felld niður. Johnson játaði eina brotið sem hann var ákærður fyrir.

Leikarinn sem er þekktastur fyrir að tala fyrir Jimmy Pesto í sjónvarpsþættinum Bob’s Burgers var rekinn úr þættinum þegar upp komst um þátttöku hans í óeirðunum. Sumir Íslendingar gætu kannast við Johnson úr þáttunum Arrested Development en hann lék í tíu þáttum af þeirri seríu og fór með hlutverk lögreglumannsins Taylor. Þá hefur hann einnig leikið í þáttum á borð við Modern Family, Malcolm in the Middle, Curb Your Enthusiasm og Rick & Morty og kvikmyndunum Men in Black II, Not Another Teen Movie og Anchorman.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -