Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Vinstri-grænna er gengin til lið við Flokk fólksins og situr í öðru sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Oddviti listans er Eyjólfur Ármanasson alþingismaður.
Lilja Rafney er þekkt fyrir baráttu sína í þágu fyrir þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Hún er jafnframt eindreginn stuðningsmaður strandveiðimanna. Hún lenti upp á kant við forytsu VG á sínum tíma og sagði sig úr flokknum en snýr nú aftur inn á hið pólitíska svið.
Í þriðja sæti á lista FF er Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. í fimmta sæti listans er Kristján Andri Guðjónsson forstöðumaður og sonur Guðjóns Arnars Kristjánssonar, fyrrverandi alþingismanns sem lést árið 2018.
„Við erum gríðarlega stolt af þessum öfluga framboðslista,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og segir reynslu Lilju Rafneyjar af verkalýðsmálum, sveitarstjórnarmálum og þingmennsku, ásamt þekkingu Braga Þórs á sveitarstjórnarstiginu og velferðarmálum, styrkja baráttuna fyrir réttlátara samfélagi.
Flokkur fólksins hefur átt að fagna góðu gengi í skoðanakönnunum undanfarið.
Listinn í heild sinni:
1. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri
2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri
3. Bragi Þór Thoroddsen, sveitastjóri Súðavíkurhrepps, Súðavík
4. Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi
5. Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður Ísafjarðarbæ, Ísafirði
6. Snorri Snorrason, skipstjóri, Sauðárkróki
7. Valda Brokane, skipstjóri, Suðureyri
8. Guðni Már Lýðsson, formaður Smábátafélagsins Skalli, Skagaströnd
9. Dagný Ósk Hermannsdóttir, deildarstjóri eldhúss Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi
10. Hafþór Guðmundsson, strandveiðimaður, Þingeyri
11. Svanur Grétar Jóhannsson, sjómaður, Stykkishólmi
12. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari Grundartanga, Akranesi
13. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi
14. Andrea Þórunn Björnsdóttir, frumkvöðull í góðgerðarmálum, Akranesi