Fimmtudagur 31. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Nokkrar hugleiðingar um gervigreind og tónlist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Mikael Lind skrifaði áhugaverða Facebook-færslu þar sem hann talar um gervigreind og tónlist en sú tækni hefur verið á milli tannanna á mörgum undanfarið.

Mikael Lind skrifar á Facebook:

Ég held að fæst okkar séu að móti því að þróa tæknina. Með AI munum við geta fundið enn nýjar leiðir í tónistarsköpun og það er mjög spennandi og bara hið besta mál.

Við sem eru uggandi yfir þróuninni hvað AI og tónlist varðar erum þó að tala um eitthvað annað.

Við erum að tala um forrit eins og Udio og Sumo sem geta búið til gervigreindarlög á nokkrum mínútum.

- Auglýsing -

Þetta hljómar kannski saklaust en það mun líklega ekki vera það heldur mun það sennilega valda mjög miklum usla.

Ein leið fyrir tónlistarmenn að geta lifað á tónlistinni sinni er að láta fyrirtæki kaupa réttindin að nota lögin þeirra. Hversu mörg auglýsingarmyndbönd úti í heimi hafa ekki verið gerð með einhvers konar „íslenskt sánd“ til dæmis? Þetta er mikilvæg tekjulind.

Núna er hægt fyrir fyritæki að sniðganga íslenska tónlistarmenn þegar þau leita að þess konar tónlist. Þau geta framleitt það með AI þjónustu sem hefur verið þjálfuð á íslenskri tónlist. Það er ódýrt og gengur mjög hratt, fyrirtækið getur verið komið með 10 mismunandi lagabúta fyrir hádegi.

- Auglýsing -

Hver græðir á þessu?

Fyrirtækið sparar smá pening, Udio og Sumo græða á að láta fyrirtæki kaupa sína þjónustu, en íslenskir tónlistarmenn tapa.

Ég get ekki séð þetta öðruvísi.

Þar að auki mun Spotify í auknu mæli fara að nota gervigreind til að fylla lagalistana sína með tónlist. „Music for dinner parties“, „Music for study“, „Music for relaxation“?

Mín spá er að þetta muni nánast allt vera AI lög í framtíðinni. Besta tónlistin mun alltaf vera samin af okkur manneskjum, með eða án aðstoðar gervigreindar. Og hér eru tækifærin.

En við skulum ekki halda að AI sé bara einhver ný tækni sem afdráttarlaust ber að fagna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -