Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er með puttann á hinum svokallaða púlsi þjóðarinnar. Hann er ekki bjartsýnn á að hér verði vinstristjórn mynduð eftir kosningar er fram fara þann 30.nóvember næstkomandi.
Egill telur að það sé „hollráð fyrir kosningar að flækja ekki mál um of.“
Þetta hefur Agli „sýnst vera markmið Kristrúnar Frostadóttur“ formanns Samfylkingarinnar.
Að mati Egils er nú komin upp ákveðin valdabarátta í Samfylkingunni í tengslum við hvernig Kristrún talaði um Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra í einkaskilaboðum er fóru á flakk um veraldarvefinn og flugu um tíma með himinskautum og fengu einhverja til að glotta við tönn og vona það versta.
Að lokum segir Egill að „nú, kortéri í kosningar, gýs upp valdabarátta í Samfylkingunni. Eins og staðan er virðast líkur á stjórn til vinstri vera hverfandi.“