- Auglýsing -
Læknar sem eru félagsmann í Læknafélagi Íslands og starfa hjá ríkinu eru á leiðinni í verkfall þann 18. nóvember næstkomandi en 93% þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu um verkfall greiddu atkvæði með verkfalli.
Af 1250 félagsmönnum tóku 83% í atkvæðagreiðslunni. Verkfallið á aðeins við um þá sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum sem ríkið rekur en Vísir greindi frá þessu.
Þó er mögulegt að takist að semja um kaup og kjör fyrir 18. nóvember en samkvæmt heimildum Mannlífs eru læknar ekki bjartsýnir á að það takist.