Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

E.coli sýkingin kom úr blönduðu hakki frá Kjarnafæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

E.coli-sýkingin sem greindist í börnum á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík á dögunum kom úr blönduðu nautgripa- og kindahakki frá Kjarnafæði. Kemur þetta fram í niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.

Í tilkynningu MAST kemur fram að hakkið hafi ekki farið í almenna sölu, því hafi einungis verið selt til stærri eldhúsa á borð við veitingastaði, mötuneyti og leikskóla. Matvælastofnun hafði samband við forsvarsmenn fyrirtækisins um leið og grunur beindist að hakkinu og samdægurs hafði fyrirtækið samband við alla aðila sem fengu hakk úr sömu framleiðslulotu og notað var í leikskólanum Mánagarði. Við inngöngu kom í ljós að kaupendur höfðu þegar notað það í starfsemi sinn en engan upplýsingar hafa komið fram um smit eða veikindi hjá neytendum annarra eldhúsa.

Í gær lágu ellefu börn inni á barnaspítala Hringsins með E.coli, þar af fjögur alvarlega veik á gjörgæslu. Í fyrradag útskrifaðist fyrsta barnið, að því er kemur fram í frétt RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -