Ríkissaksóknari ætlar að áfrýja dómi í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, til Landsréttar. Verjandi Alberts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson staðfesti það við RÚV.
Albert var kærður í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan víðaði málinu til héraðssaksóknara eftir að hafa rannsakað það. Héraðssaksóknari felldi það niður í vor, þar sem hann taldi það væri ekki líklegt til sakfellingar. Þá ákvörðun kærði konan til ríkissaksóknara sem í maí síðastliðnum snéri henni við. Í byrjun október var Albert síðan sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. Kemur fram í dómnum að framburður Alberts hafi þótt trúverðugri en konunnar og því hafi hann verið sýknaður.
Áfrýjun ríkissaksóknara nú, kemur verjanda Alberts á óvart.
„Þetta kemur á óvart. Dómur héraðsdóms er vel rökstuddur og lögfræðilega réttur,“ segir Vilhjálmur í samtali við RÚV.
Frá upphafi hefur Albert haldið fram sakleysi sínu.