Ekki var boðað rétt til verkfalls og þurfti því að kjósa aftur um slíkt í Menntaskólanum í Reykjavík en greint er frá þessu á heimasíðu Kennarasambands Íslands.
Verkfall hafði verið samþykkt í fyrri atkvæðagreiðslu og var það einnig samþykkt í síðari atkvæðagreiðslu. 85% þeirra sem tóku þetta í atkvæðagreiðslunni greiddu atkvæði með verkfalli, 9% sögðu nei og voru auðir seðlar 6%. Kjörsókn var 95%.
Um er að ræða tímabundið skæruverkfall sem er hluti af stærra verkfalli KÍ en slík verkföll vara einnig fram í nokkrum skólum landsins á ýmsum skólastigum. Verkfallið í MR verður frá 18. nóvember næstkomandi til 20. desember náist ekki að semja fyrir þann tíma.