Stuðningsmaður Los Angeles Dodgers lenti heldur betur í ömurlegu slysi á miðvikudaginn þegar hann var fagna sigri Dodgers í hafnarbolta. Liðið varð Bandaríkjameistari eftir að hafa sigrað New York Yankees í fimm leikjum.
Í myndbandi af atvikinu, sem átti sér stað nokkrum mínútum eftir sigur Dodgers, sést maðurinn sem er klæddur í Dodgers búning merktum Clayton Kershaw vera kveikja á einhvers konar flugeld sem springur áður hann nær að koma sér undan. Eftir sprenginguna sést maðurinn labba í burtu og er særður. Greinilegt er að hann er alblóðugur og virðist vera að hann hafi misst stóran hluta annarrar handar við sprenginguna.
Samkvæmt yfirlýsingu frá slökkviliðinu í Los Angeles var farið með hinn 25 ára gamla Dodgers aðdáanda á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en hann er ekki talinn hafa verið í lífshættu.
Hægt er að horfa á myndbandið hér en það er ekki fyrir viðkvæma eða börn.