Donald Trump rak John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. Trump segir ástæðuna vera þá að hann sé oft of ósammála tillögum Boltons.
Trump greindi frá þessu á Twitter. Þar þakkaði hann Bolton fyrir og bætti svo við að hann myndi tilnefna nýjan þjóðaröryggisráðgjafa í næstu viku.
Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Trump skipti hershöfðingjanum H.R. McMaster út fyrir Bolton í mars í fyrra.
I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore….
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019