Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Andri Freyr lærði að hafa trú á sjálfum sér: „Maður þarf rétt hugarfar og þrautseigju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný íslensk kvikmynd byrjaði fyrir stuttu í sýningu hér á landi en það er spennumyndin Eftirleikir en hún fjallar um vítahringi ofbeldis, hvernig það fær að krauma undir niðri og brýst út ef það fær að viðgangast.

Mannlíf ræddi við Andra Frey Sigurpálsson, einn af aðalleikurum myndarinnar, um Eftirleiki en hann er einnig einn af framleiðendum hennar.

Það er tvennt, sagði Andri þegar hann var spurður um hverju hann væri stoltastur af varðandi myndina. Í fyrsta lagi hversu vel kvikmyndagerðin á bak við hana heppnaðist. Við höfum sýnt hana á kvikmyndahátíðum og verið með spurt og svarað eftir á og þar var endurtekið þema að fólk hélt að við hefðum fengið styrki og gert hana fyrir tugi ef ekki hundrað milljónir, eins og kvikmyndir kosta vanalega. En svo er ekki raunin, ég held að hún hafi kostað sirka fjórar milljónir. Það sýnir líka hæfileika leikstjórans, Ólafs Árheims, en hann sá einn um alla eftirvinnslu myndarinnar. Hitt er frammistaða leikarana. Við lögðum mikla áherslu á leiklistarhliðina og miðað við fyrstu viðbrögð hefur það skilað sér. Öll hlutverkin eru krefjandi, enda erum við að sjá þessar persónur á stærstu örlagastundu lífs þeirra, og að sjá hvað Vivian og Jói G náðu að gera við þessi hlutverk er ótrúlegt.

Stilla úr myndinni

Nú hafa ekki margar íslenskar spennumyndir verið gerðar, hvað kemur til að þið vilduð gera þannig mynd?

„Fyrst og fremst var pælingin að gera mynd sem við sjálfir vildum sjá. Við pældum reyndar ekki mikið í hvaða tegund af mynd við værum að gera, við vorum bara með þessa sögu og þessa persónur, það var svo út frá því sem við áttuðum okkur á að þetta væri „þriller.“ Við höfum líka fengið að heyra það frá mörgum að þeim finnst þetta ekki beint vera hefðbundinn „íslensk“ mynd. En hvað það er við hana sem gerir upplifunina þannig get ég ekki alveg sett puttann á.“

Tók átta ár að gera myndina

- Auglýsing -

„Ég held að það sem ég lærði mest er hvað þrautseigja er mikilvæg,“ sagði Andri um hvað hann lærði mest við gerð myndarinnar. „Við byrjuðum á þessu ferli árið 2016, nýútskrifaðir og metnaðarfullir að mæta inn í bransann með látum. Helsti veggurinn sem mætti okkur var að það er ekki sjálfgefið að fá pláss innan bransans, það þarf að vinna fyrir því. Að mörgu leyti var það grunnurinn að myndinni, svarið við spurningunni um hvað getum við gert til að sýna að við eigum heima hérna. En það tók átta ár og verkefnið fór oft upp í hillu á þeim tíma, líka leiklistardraumurinn að einhverju leyti þar sem þetta var yfir mjög langt tímabil eina leiklistartengda verkefnið sem ég var að taka þátt í. En mikilvægustu lexíurnar leynast einmitt á þessum erfiðu tímabilum, maður þarf rétt hugarfar og þrautseigju, láta þau styrkja sig í stað þess að brjóta niður. En það sem ég lærði mest er líklegast að hafa meiri trú á sjálfum mér.“

En hvað tekur svo við hjá Andra?

„Næsta skref er að láta reyna af meiri krafti á leiklistina. Svo á ég einhverjar 20 einingar eftir af meistaranámi í ritlist sem ég stefni á að klára og samnýta þá kunnáttu við leiklistina og halda áfram að búa til og skapa allskonar skemmtilegt.“

Hægt er að sjá stiklu fyrir myndina hér fyrir neðan en mynd sjálf er sýnd í Laugarásbíó.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -