Í færslu á samfélagsmiðlum greinir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að tveir einstaklingar hafi komist út úr brennandi húsi í nótt en hins vegar hafi gæludýr sem var í húsinu ekki komist lífs af. „Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur,“ segir í færslunni. Þá greinir slökkviliðið frá að mikið tjón hafi verið á staðnum.
Í færslunni er einnig greint frá öðrum verkefnum.
„Mikið að gera síðasta sólarhringinn, 110 verkefni á sjúkrabílana sem skiptust frekar jafnt á milli dagvaktar og næturvaktar, 54 verkefni á dagvaktinni og 56 á næturvaktinni sem telst töluvert mikið.
5 verkefni á dælubílana, umferðarslys, vatnstjón.“