Í nýrri skoðanakönnun frá fyrirtækinu Selzer fyrir dagblaðið Des Moines Register sýnir að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er með meira fylgi í Iowa en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Kemur þetta mörgum á óvart en hingað til hefur Trump verið með meira fylgi í fylkinu og sigraði hann Hillary Clinton og Joe Biden þar árið 2016 og 2020.
Samkvæmt Selzer fékk Harris 47% atkvæða en Trump 44% atkvæða í könnun þeirra. Kannanir frá Selzer hafa í gegnum árin þótti gefa nokkuð góða mynd af niðurstöðum í fylkinu. „Það getur enginn sagst hafa séð þessa breytingu fyrir,“ sagði J. Ann Selzer, forseti könnunarfyrirtækisins.
Vinni Harris Iowa er talið nær ómögulegt fyrir Trump að verða aftur forseti Bandaríkjanna samkvæmt greinendum vestanhafs miðað við þær kannanir sem gerðar hafa verið undanfarnar vikur. Ekki liggur fyrir hvers vegna Harris hefur bætt við svona miklu fylgi í fylkinu en sumir greinendur telja að afstaða hennar gagnvart þungunarrofi spili stórt hlutverk í þeim efnum.