- Auglýsing -
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hækka frístundastyrki til barna í bænum um 500 krónur á mánuði eða úr 4.000 krónum í 4.500 krónur. Er hækkunin liður í aukinni þjónustu við hafnfirskar fjölskyldur. Nemur frístundastyrkur nú 54.000 krónum á ári á barn.
Hækkunin er afturvirk og tók gildi frá og með 1. september.
Hafnarfjarðarbær styður enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna með hækkuninni, og eflir í leiðinni forvarnir, heilbrigða lífshætti og stuðlar að vellíðan barna og ungmenna auk þess að ýta undir og tryggja jafnari aðgang allra barna að íþrótta- og tómstundastarfi, segir í tilkynningu á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar.