Miðvikudagur 18. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Stuðningsmenn Reading brjálaðir eftir að samningi við Jökul var rift: „Toppmarkmaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsliðsmarkmaðurinn Jökull Andrésson er að leita sér að nýju félagi en í tilkynningu frá Reading F.C. á Englandi kemur fram að félagið hafi komist að samkomulagi við Jökul um að rifta samningi félagsins við markmanninn.

Jökull, sem er 23 ára gamall, hefur verið í herbúðum félagsins frá 2017 en hefur aldrei fengið tækifæri til að spila með aðalliði Reading. Hann hefur þess í stað verið lánaður til liða í neðri deildum Englands og hefur þótt standa sig með prýði. Hann spilaði með Aftureldingu í sumar þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu.

Stuðningsmenn Reading eru mjög ósáttir og telja þá meðferð sem Íslendingur hefur fengið hjá félaginu mjög ósanngjarna ef hægt er að taka mark á Twitter og spjallborði stuðningsmanna. Telja þeir aðra markmenn hjá félaginu verri og það muni koma fljótlega í ljós að um mistök hafi verið að ræða. „Toppmarkmaður,“ sagði einn stuðningsmaður félagsins um Jökul á Twitter.

Jökull hefur spilað einn landsleik með íslenska landsliðinu í knattspyrnu en hann gerði það árið 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -