Leifar fellibylsins Dorian fara yfir landið í dag en minna meira á septemberlægð frekar en leifar fellibyls.
Leifar fellibylsins Dorian ganga yfir landið í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu.
Þar segir að leifar fellibylsins munu en minna meira á hefðbundna septemberlægð frekar en leifar fellibyls.
„Svo veikur er hann orðinn. Norðlægari vindur á morgun og rigning, einkum bundin við norðanvert landið. Síðan taka við suðvestlægar áttir fram að helgi með skúrum um mest allt land,“ segir í færslunni.
Á laugardaginn má svo búast við næstu lægð. „Ætlar hún að verða í blautari kantinum eins og staðan er núna. Hefðbundnar hitatölur, lítið um kulda og yfirleitt 5 til 10 stiga hiti að deginum.“